Betri bílastæði við Miðtún vestan Nóatúns

Betri bílastæði við Miðtún vestan Nóatúns

Við götuna er mikill bílastæðaskortur. Með því að fjarlægja norður gangstéttina og merkja bílastæði skáhalt á akstursstefnu mætti fjölga þeim. Einnig verða þau betur nýtt þegar merkingar eru.

Points

Það eru fáar íbúðir sem hafa einkastæði við hús sín. Við hin þurfum að leggja við gangstéttina og höfum eflaust flest lent í því að fá ekki stæði í götunni ef við erum ekki komin heim fyrir kl.18. Einnig eru stæðin ofboðslega illa nýtt oft og tíðum þar sem engar merkingar eru til staðar og oft sem bílum er lagt þannig að færri stæði fást. Með þessari framkvæmd fáum við fleiri stæði fyrir okkur og gesti okkar auk þess sem nýtingin á bílastæðunum verður mun betri.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information