Umboðsmaður fyrir börn sem hafa lent í einelti.
Eins og umboðsmaður alþingis og umboðsmaður skuldara hjálpa fólki þá finnst mér vanta umboðsmann barna og fjölskyldna þeirra sem hafa eða eru að lenda í einelti i skóla. Það vantar einhvern óhlutdrægan sem tekur upp þessi mál og aðstoðar börn og foreldra að berjast við -oft á tíðum- skólayfirvöld sem vilja lítið eða ekkert gera í málunum þannig að á endanum hrökklast barnið sem lenti í eineltinu úr skólanum..
Ef eitthvað er þá ætti að hætta við að drepa Ölveusaráætlunina frekar.
Félagsþjónusta Reykjavíkur og svo Velferðarsvið Reykjavíkur. Sjá http://reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3321/5336_view-645/
Þetta félagsmálabatterý hefur nóg að gera því held ég að þessum málum yrði betur borgið hjá þessum umboðsmanni, hann gæti þá líka leiðbeint fólki með það hvort það ætti að tilkynna eineltið til barnaverndar eða hvort þessi umboðsmaður gæti hjálpað til við að leysa þessi mál..
Hví þá ekki að styrkja „félagsmálabatteríið“ í staðinn fyrir að flækja kerfið enn frekar?
Hvað nákvæmlega á umboðsmaður barna sem lent hafa í einelti að gera? Er það eitthvað sérstakt sem á vantar sem félagsmálastarfsmenn og félagsliðar ásamt kennurum geta ekki sinnt undir handleiðslu fagfólks og samkvæmt þeim réttindum barna sem umboðsmaður barna sér um að halda uppi?
Það virðist allavegana vanta einhvern sem foreldrar geta leitað til hjá borginnni sem er óháður menntasviði en hefur samt getu til þess að aðstoða foreldra í baráttu sinni við skólastjórnendur sem þykjast góðir og flagga Olewusaráætluninni en þegar reynir á er ekki farið etir henni.
skólaskyldan er kannski vandamálið, að neyða börn til að fara til að hitta kúgara sína , eða mætti hafa alveg aðskilda bekki í öðrum húsum á öðrum stað í hverfinu fyrir þá sem þurfa frið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation