Gróðursetning/skógrækt í Úlfarsárdal

Gróðursetning/skógrækt í Úlfarsárdal

Gamlar girðingar verði fjarlægðar úr botni Úlfarsárdals og tré gróðursett í dalnum og upp í hlíðar Grafarholts sunnan megin og Úlfarsfells norðan megin.

Points

Sæll Freyr. Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs er að skoða hugmyndina. Varðandi gamlar girðingar: gætirðu útskýrt nánar hvaða svæði þú átt við?

það er allt troðfullt af eldgömlum girðingarstaurum og gaddavírsgirðingum í dalnum sjálfum, leynist mikið í gróðrinum og skapar hættu fyrir þá sem um fara. Einnig mætti benda á að líka eru girðingastaurar og gamall vír uppi við gamla skotæfingasvæðið.

Nauðsynlegt er að fjarlægja gamlar girðingar úr dalnum sem eru lýti og skapa hættu. Skógrækt eða gróðursetning trjáa í dalnum og upp í hlíðar Grafarholts og Úlfarsárdals myndi skapa umhverfi ekki ósvipað því sem er að finna í Elliðaaárdal þar sem mikil skógrækt hefur átt sér stað. Há tré sitt hvoru megin við Reynisvatnsveg myndu einnig draga úr umferðarhávaða í dalnum og nálægum götum.

Ætti að gróðursetja sem fyrst í kringum væntanlegt íþróttasvæði Fram. Bestu svæðin í dag eru þau sem eru í dalbotnum umvafin háum trjám, t.d. Víkingssvæðið og Þróttarsvæðið í Rvk og Fagrilundur (HK) og Breiðablikssvæðið í Kópavogi. Þetta er þau svæði þar sem vinsælustu barnamótin í fótbolta eru haldin á sumrin í dag. Aspir og greni er fljótsprottið og veita mikið skjól.

Flott hugmynd sem þarf að fara í framkvæmd sem fyrst. Leggja þarf áherslu á gróðursetningu trjám ofarlega í Úlfarsárdal sem eru fljótsprottin og munu veita skjól fyrir austanáttum á komandi árum. Þessi framkvæmd mundi vera til hagsbóta fyrir alla íbúa beggja vegna dalsins og bæta gæði Úlfarsárdals sem útivistasvæðis.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information