hraðahindrun fyrir hjól á hitaveitustokk við Regnbogann
Á hitaveitustokki sem liggur niður Ártúnsbrekkuna, er talsverð hjólaumferð. Við þennan stokk stendur leikskólinn Regnboginn og er inngangur inn á leikskóklalóðina er við þennan stokk. Þá er göngustígur innan úr miðju Kvíslahverfinu þvert á stokkinn fyrir blindhorn við leikskólalóðina. Það er oft þanning að hjólreiðamenn koma gríðarlegum hraða niður stokkinn og átta sig ekki á þeirra umferð sem kemur þvert á stokkin, frá leikskólalóðinni og eftir þessum stíg.
ef það er sett hindrun eða hlið þá þarf að merkja það vel tímabundið í amk mánuð eða sex með td búkka í björtum lit fyrri framan , ég hef komið of hratt á hindrun sem var nýsett upp og því óvænt hindrun, missti tönn ofl
Það er of hættulegt að setja sambærilega hraðahyndrun og er notuð á umferðargötur. Eina leiðin væri að setja hlið sem þyrfti að fara á ská í gegnum og þannig tryggja að ekki væri hægt að fara á miklum hraða þarna um. Best væri að koma því þannig fyrir að hjólaumferð færi ekki fram hjá blindhornum eða svona þvert á aðkomu í leikskóla.
Setja gangbraut yfir stokkin og skilti, ef menn vilja gefa hliðarumferð forgang. Almenna reglan á að vera að stokkurinn sé aðalleið hjólandi og gangandi þannig að þeir sem ætla að stíga upp á hann verða að gæta sín fyrir umferðinni og líta til beggja handa áður en lengra er haldið, rétt eins og með göturnar. Blindhornið er vont, en það setur ábyrgðina fyrst og fremst á þann sem fylgir ekki aðalleið. Best væri auðvitað að það væri betri og þægilegri leið fyrir hjólandi en eftir þessum stokki.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation