Gangbraut vantar á Reykjaveg við gatnamótin þar sem innkeyrslan að Laugardalslaug mætir Hrauneig. Gangbrautin mun þannig tengja gangstétt sem liggur meðfram innkeyrslu að Laugardalslaug og við Gangstétt á Hraunteig. Gangstéttin ætti að vera sundlaugavegsmegin á gatnamótunum. Mikil umferð er yfir götuna á þessum stað þó engar merkingar séu til stðar.
Mikil umferð er af gangandi fólki á þessum stað. Bæði af skólakrökkum, íbúum og heilu hópunum af útlendingum sem koma niður Hrauntegin á leiðinni í sund. Á veturna safnast háir skaflar þarna upp og fólk á öllum aldri hleypur þarna yfir götuna. Einföld óupphækkuð gangbraut myndi auka öryggi vegfarenda og auka vitund ökumanna gagnvart gangandi og hlaupandi vegfarendum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation