Á gamla strætisvagnasvæðinu á milli Sæbrautar og Borgartúns er nú mikið svæði sem er illa nýtt. Þar gæti verið græn göngu- og hjólagata frá Borgartúni til Lauganessins. Á svæðinu mætti einnig vera athvarf listafólks, ferðamanna og menningar, í bland við atvinnurekstur tengdum íslenskum afurðum.
Á gamla strætisvagnasvæðinu á milli Sæbrautar og Borgartúns mætti í stað ökukennslu og bílastæða, skipuleggja menningartengda starfsemi og byggingar. Þar gæti verið göngu- og hjólagata frá Borgartúni til Lauganessins. Á svæðinu mættu einnig vera athvarf listafólks vegna nálægðar við listaháskólann, margumtöluð moska, lágreist gistiaðstaða og ýmislegt annað sem tengist ferðamannabransanum. Einnig mætti nýta plássið þarna til gróðurhúsa og reksturs á íslenskum markaði í anda Kolaportsins.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation