Bæting leiktækja á lóð Grandaskóla.

Bæting leiktækja á lóð Grandaskóla.

Það þarf að bæta leiktækin, girðinguna og fótboltavöllinn. Auk þess væri gaman að bæta við svokallaðri könglóarrólu.

Points

Löngu kominn tími á að fá sparkgerði á lóðina hjá Grandaskóla með gervigrasi. Það er mikið spilaður fótbolti í fríminútum og eftir skóla og það sárvantar almennilegan völl

Þetta bara sárvantar. Það er ekki hægt að spila fótbolta lengur á malbiki og hjá rifnum girðingum. Auk þess mætti bæta margt.

Leiktækin eru fá, orðin úr sér gengin og varla nothæf lengur. Það mætti t.d. líka bæta við körfuboltavelli á lóðinni.

Alveg sammála þessu auk þess að bæta þarf örryggi lóðsins - þetta skólasvæði er alltof opið til að manni líður vel með það.

Gríðarlega mikilvægt er að bæta aðstöðuna og umferðaröryggið í kringum skólann (bæði Rekagranda og Frostaskjóls megin).

Það þarf nauðsynlega að bæta alla aðstöðu á skólalóðinni, hún mætti einnig vera betur upplýst á veturnar. Körfuboltakörfurnar eru brotnar og sú skásta á slæmum stað þar sem að boltinn fer iðulega út á götu og þarf því að setja nýjar körfur og girða betur af. Einnig má endurnýja leiktæki og fá meiri fjölbreytni í leikvöllinn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information