Vil mótmæla þeim áætlunum Reykjavíkurborgar að setja iðnaðarhverfi í kringum Norðlingaholt. Norðlingaholt er sprungið og vantar fleiri íbúðarhúsnæði. Einnig tel ég að iðnaðarhúsnæði í kringum hverfið dragi úr verðgildi eigna á svæðinu sem og skapi hættu fyrir börn sem búa í hverfinu. Hvet Reykjavíkurborg eindregið til þess að endurskoða hugmyndir sínar um nýtingu á svæðinu.
Ég tel að með uppbyggingu á iðnaðarhverfi í kringum Norðlingaholt sé verið að draga úr öryggi barna á svæðinu. Hverfið er lítið og börn flakka mikið um stutta vegalengd. Ég tel ekki gott að iðnaðarsvæði umlyki hverfið og gæti jafnframt dregið úr verðgildi eigna á svæðinu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation