akstursstefna hjóla og gönguleiða verði gerð skýr

akstursstefna hjóla og gönguleiða verði gerð skýr

akstursstefna hjóla og gönguleiða verði gerð skýr

Points

Enn fremur er hægt og bítandi verið að leggja brotalínur á flesta stíga ásamt því að breikka þá. En það gerist hægt...og bítandi...

Í borgarlandinu eru margir göngustígar þar sem aksturstefna er óljós. Við Sæbraut, er gangstétt, en svo er einnig hjóla og göngustígur nær sjónum. Sú braut er tvískipt, með einni óbrotinni línu í dag, þar sem hjólabrautin er mjórri og gönguleiðin breiðari, og nær sjónum. Þetta veldur óvissu þegar hjól mætast, því þá ættu þau að vera bæði á mjórri hlutanum, og óljóst hver eigi að víkja. Betra væri að línan væri brotin, í miðju stígsins, og hægri umferð gilti (bæði fyrir gangandi og hjólandi).

Mér sýnist þessi tillaga http://betrireykjavik.is/priorities/115-haegri-umferd-a-gongu-og-hjolastiga snúast í stórum dráttum um sama málið.

Þetta er það beisik að merkingin sem slík er klárlega fýsileg.

Hjólastefna ER skýr. Það gildir hægri umferð eins og annarstaðar.

Hjólastefnan er skýr, þ.e. lagalega séð, hinsvegar endurspegla merkingar stígana hana ekki.

Reynir - línurnar á Sæbraut og víðar eru bara slysagildrur sem aldrei hefði átt að mála. Reykjavíkurborg ákvað fyrir nokkrum árum að hætta þessum merkingum en nennir ekki að fjarlægja þær. Sjá umfjöllun hér: http://blogg.smugan.is/hjolablogg/2011/09/13/burt-med-slysagildrurnar/ Þórgnýr - þú ert líklega að tala um nýju hjólastígana í Fossvog / Ægissíðu sem eru þeir einu sinnar tegundar á landinu, þ.e. stígar eingöngu ætlaðir hjólandi umferð með brotinni línu á milli akstursstefnu. Þekkir þú önnur dæmi um stíga með blandaðri umferð með brotinni miðlínu? Ég er ekki viss um að brotin miðlína hjálpi örygginu meira en ef fólk væri beðið um að halda sig til hægri. Slík miðlína á heldur ekki alstaðar við. Lagaleg staða hjólreiðamanna á stígum með blandaðri umferð er afar veik og þörf á úrbótum þar. Þær var ekki að finna í frumvarpi til nýrra umferðarlaga á síðasta þingi heldur málin flækt enn frekar, m.a. eftir umsögn frá Samgöngusviði Reykjavíkurborgar. Spurning hvort það verði lagað áður en það verður lagt fram aftur.

Málið er helst það að fólk allavega virðir hægr umferðarregluna á brotalínustígum og er það skömminni skárra en hinn kosturinn (þar sem fólk víkur til vinstri stanslaust). En já... ég er að tala um Fossvog yfir á Ægissíðu.. vonandi heldur þetta trend áfram.

já Páll, betur má ef duga skal - þeir verða að klára málið, það er ekki mikið mál að þvo þetta burt með háþrýstiþvotti, eða mála yfir gömlu línuna, og mála svo nýja línu í miðjuna, og jafnvel einhverjar pílur sem lýsa akstursátt, og hættusvæðum, við bekki og þessháttar, þar sem fólki ber að fara varlega.

Í öðrum borgum er minna pláss afmarkað fyrir gangandi og meira fyrir reiðhjól og þess háttar. Semsagt göngulínan er þrengri heldur en reiðhjóla línan. Hér virðist því vera öfugt farið á þeim fáu stöðum sem eru hjóla brautir.

Ég hjóla um 20-30 km á dag og nánast undantekningalaust eru gangandi vegfarendur í vinstri umferð, Maður sér á þeim sem hjóla mikið að þeir halda sig einnig nær undantekningalaust hægra megin. Þannig að ef maður lendir á móti gangandi vegfaranda, báðir sömu megin á stígnum, hvor Á að víkja? Hvor víkur? Hjólreiðamaðurinn, nánast án undantekninga.

Þar sem er skipt í göngu og hjólastíg er of oft er skýrt hvort er hvað á endunum en svo kemur fólk inn á miðjum stígum og fer um einhversstaðar og gangandi og hjólandi flækjast fyrir hvorum öðrum . Þetta er t.d. mjög oft á stígnum meðfram Sæbraut þar sem urmull ferðamanna er á göngu og sjá ekkert sem gefur til kynna hvoru megin sé hjólastígur og hvoru megin göngustígur. Einnig er misvísandi hvoru megin maður á að vera þegar komið er úr Rauðagerði yfir á stíginn meðfram Suðurlandsbraut.

Ég nota bjölluna óspart í svona tilvikum og það virkast oftast þannig að báðir aðilar eru hægra meginer þeir mætast.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information