Okkur fjölskyldunni og fleirum í hverfinu langar rosalega mikið að fá lýsingu við bílastæðið okkar. Við búum við Grensásveg 47 og stæðið okkar er við gangstíg sem liggur út á körfuboltavöll og leikvöll. Það er engin lýsing frá Hólmgarði að körfuboltavellinum sem er ekki nógu gott í mesta skammdeginu hvorki fyrir börn né fullorðna. Með fyrirfram þökk um að þetta verði skoðað.
Hver vill ekki ganga á upplýstum stíg í myrkri hvort sem maður er að ganga út í bíl, að fara út að ganga með barninu sínu út á leikvöll eða úti að ganga með hundinn sinn. Ég held að flestir séu samþála um að vilja hafa gangstíga upplýsta, sem og þessi umtalaði stígur er en einungis að hluta til. Þar mætti bæta um betur og bæta einumljósastaur við .
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation