Víða erlendis greiða sveitarfélög foreldrum fyrir að nota taubleiur fyrir börn sín. Upphæð og framkvæmd er misjöfn eftir stöðum en mér finnst að sveitarfélög á Íslandi ættu að skoða þetta. Foreldrar sem kjósa að nota taubleiur á börn sín er sístækkandi hópur, en þörf er á meiri umræðu í samfélaginu um kosti þess fyrir umhverfið.
Samkvæmt verðskrá Íslenska gámafélagsins á umsýslu og förgun á heimlissorpi, miðað við 5,5 bleiur á sólarhring og að hver bleia sé að meðaltali 150 gr, kostar að farga bleium eftir hvert bréfbleiubarn 5.200 kr á ári. Auk þess sem 2000 bleiur á ári taka mikið pláss.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation