Opna Rauðalækinn
Opnum Rauðalækinn, ekki loka honum, miðjum. Við töpum ca 4 til 6 bílastæðum á þessari lokun þegar það er snjólaust. Í vetur tapast a.m.k. 4 bílastæði til viðbótar. Ég er búinn að búa við þessa götu í 44 ár og þessi lokun er sú vitlausasta sem ég hef upplifað hér. Kanski var hugmyndin með lokuninni að hægja á umferðinni biður í stopp. En hvert fara bílarnir sem fóru í gegn hér, þeir fara framhjá barnaskólunum hér niðurfrá og sundlaugunum. Þeir fara lengri leið og framhjá fleiri börnum. Ekki satt.
Með lokun í miðju eykst umferð um hliðargöturnar, Brekkulæk og Bugðulæk. Þetta eru þröngar götur sem mega ekki við því að fá þessa umferð - sérstaklega þegar það byrjar að snjóa eins og sannaði sig síðasta vetur. betra væri að setja upp hraðahrindranir eða þrengingar í Rauðalæknum til að hægja á umferðinni (Ekki virðist þetta stopp í miðjunni hægja á neinum) og fólk styttir sér ekki heldur leið í gegnum götur með mörgum hraðahindrunum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation