Það er túnbali í hólunum, hjá Spóa-, Stelks-, Uglu- og Þrastarhólum sem ég hef lengi haft áhuga á að fá hól á. Það er til staðar "smá hóll" sem hægt væri að hækka, þannig að úr yrði sæmilegur hóll.
Hugmyndin með þessum hól er að nota hann sem sleðabrekku fyrir krakkana í hverfinu. Næsta brekka fyrir krakkana er hjá Hóla- og Fellakirkju sem hentar ekki fyrir yngri börnin. Tel þessa hugmynd getað myndað skemmtilega hverfisstemningu hjá börnum og fullorðnum. Á sumrin er þessi grasbali notaður á ýmsa vegu t.d. boltaleiki, veiðimenn æfa köst, golfarar æfa högginn og kæmi þess hóll til góðra nota við t.d. að "stoppa golfkúlu" o.s.frv..
en nú eru hólarnir uppi á stórum hól , milli klapparbegs og trönuhóla liggur stígur niður brekku að elliðaá, hægt að renna þar. en þá þarf að fara úr innri hólum yfir suðurhóla hringgötuna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation