Það hefur orðið gríðarleg vakning og mikill áhugi er meðal almennings varðandi ræktun ávaxta og berja. Þar sem réttu aðstæðurnar eru fyrir hendi, skjól, er möguleiki á að gróðursetja ávaxtatré, epli, kirsuber og plómur, jafnvel perur. Og svo má ekki gleyma öllum berjarunnunum sem hægt er að planta og nýta um leið sem skjól og afmörkun svæða. Í dag er verið að fella aspir og planta reyni sem er flott en eflaust væri hægt að planta ávaxtatrjám í stað reynis á ákveðnum svæðum.
Fyrri hugmynd sem fór í umfjöllun
31.08.2012 Þessi hugmynd á Betri Reykjavík er farin í ferli hjá umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkurborgar. https://betrireykjavik.is/ideas/236-avaxtatrjagard-i-hljomskalagardinn-og-uthverfi-reykjavikur/top_points Hvernig er staðan á úrvinnslu hugmyndar ?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation