Þegar riðið er úr Víðidal meðfram Bugðu í átt að Elliðavatni endar reiðstígur (rétt hjá Helluvatni) og þarf þá að ríða bílveg að áningargerði við Elliðavatnsbæ. Mikil og hröð umferð er á þessum vegi og auk þess blindhæð og beygja þar sem bifreiðar/Mótorhjól koma oft á mikilli ferð og skapa stórhættu
Oft hefur munað litlu að stórslys verði þegar bifreið/mótorhjól koma á ofsahraða og hestamenn hafa varla ráðrúm til að forða sér út af veginum. Hafa skal í huga að börn eru stór hluti þeirra sem stunda hestmennsku og hafa þau hugsanlega ekki getu/reynslu til að bregðast við slíkum aðstæðum
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation