Lengja Skipholtið upp að lokuninni í miðri Bólstaðarhlíðinni við leikvöllinn. Þannig yrði Bóllstaðarhlíðin bara vestan lokunarinnar en ekki klofin í tvennt eins og nú er.
Ef hringt er í sjúkrabíl eða lögreglu frá Bólstaðarhlíð keyra þeir inn í Bólstaðarhlíðina frá Lönguhlíð og komast bara að lokuninni í miðri Bólstaðarhlíðinni og verða þar að snúa við og keyra stóran hring til að komast í hinn endann á Bólstaðarhlíðinni. Þetta getur skipt sköpum ef um bráðatilfelli er að ræða. Þetta ætti ekki að vera meira mál en breytingarnar á götuheitunum niðri í Túnunum í kvenmanns nöfn.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation