Hunda og fjölskyldugarð í miðbæinn
Það eru margir hundaeigendur í Reykjavík en ekki mikill skilningur fyrir hundahaldi. Það má hvergi vera með hunda lausa innan miðbæjarsvæðisin sem er alveg skiljanlegt en í staðin mætti útbúa afgyrt svæði þar sem hundar mættu hlaupa um frjálsir með öðrum hundum og hunda eigendur geta hisst og spjallað. Þetta svæði gæti nýst vel sem notalegur fjöskyldu garður, það væri hægt að hafa bekki og útigrill eins og í hljómskálagarðinum. Ónýtta svæðið við hliðina á Loftkastalanum myndi henta vel.
Hef séð lokuð afgirt svæði fyrir hunda og eigendur þeirra í borgum í Austurríki. Sjálfsagt að koma upp eh aðstöðu við Miklatún eða Hljómskálagarðin etc. Eðlilegt að það komi eh þjónusta á móti eða eru hundaeigiendur ekki að borga töluvert hátt árgjald fyrir hundana?
Jú einmitt, hundaeigendur greiða gjald til borgarinnar fyrir að halda hund en fá ekki mikið til baka frá borginni. Það þyrfti ekki að vera kosnaðarsamt að koma upp svona afgirtu svæði í miðbænum.
Í hvað fara 21 milljón á ári sem hundeigendur borga í formi hundaleyfisgjalda? Dýrlalæknir hér í borg kannaði hvað mikið borgin fengi og fann út þessa tölu.
Fínt að hafa fjölskylduvæna staði í miðbænum en þar eiga hundar hreinlega ekkert erindi að mínu mati. Sé það ekki alveg ganga upp með hunda geltandi og í slagsmálum og smábörn hlaupandi innanum.
Ég á 3 börn og tvo Labrador hunda og þeim kemur öllum mjög vel saman og ég veit til þess að fleiri börn hafa gaman af hundum og hefðu gaman af því að geta farið á útivistasvæði sem þessi með fjölskyldu sinni til að njóta samvista við annað fólk og önnur dýr (sem eru ekki alltaf geltandi og í slagsmálum). Aftur á móti geta fjölskyldur sem ekki eiga hunda og kæra sig ekki um þennan félagskap bara sleppt því að fara á þetta litla afgirta svæði í miðbænum.
Takk fyrir Anna, Þessi hugmynd er alls ekkert rómantísk. Ég bý í vesturbænum og myndi þess vegna ganga með hundana mína og börnin á þetta tiltekna útivistarsvæði. Svona svipað svæði er til á Geirsnefi þar sem bæði hundar og börn hafa getað leikið sér án nokkurra hrakfalla í mörg ár, það sýnir að þessi hugmynd er vel framkvæmanleg. Ástæðan fyrir að ég vil fá svona svæði í miðbæinn er svo að við sem búum hér getum gengið með hundana okkar á slík svæði og þurfum einmitt ekki að fara í bíl til þess að njóta útivistar. Ég tek enn og aftur fram að þeir sem ekki eiga hunda eða eru hræddir við hunda og búa ekki í miðbænum þurfa ekkert að koma á þetta svæði frekar en þeir vilja.
Til hamingju með að eiga svona vel uppalda hunda Svanhvít en þannig er þessu því miður ekki varið um alla hunda í borginni og reyndar fæsta. Það er allt of algengt að hundar séu geltandi og gjammandi og flaðrandi upp um fólk, þar á meðal börn sem oft eru hrædd við þá. Ég skil heldur ekki af hverju það þarf endilega að vera að teyma dýr yfirleitt niður í bæ. Það er alveg örugglega ekki dýrann vegna og tæpast barnanna vegna heldur. Og þó svo að þú afgirðir svæði þá þarf hundurinn jú að komast þangað frá bílastæði væntanlega. Svo er ekki ólíklegt að úr því að þú ert á annað borð komin niður í bæ með krúttin þín tvö að þú viljir heimsækja aðra staði í leiðinni. Ef þú heldur þig eingöngu á þessum bletti þá gætir þú alveg eins verið einhvers staðar annars staðar, ekki satt? Þessi rómantík um hunda og börn breytist því miður allt of oft í andhverfu sína. Það þarf ekki nema einn hund sem missir stjórn á sér og bítur barn (og þetta gerist af og til) til þess að það gerist.
Já - mér finnst þetta frábær og mikilvæg hugmynd. Ég er reyndar á því að það ættu að vera ágætlega stór og opin útivistarsvæði þar sem hundar mættu hlaupa frjálsir með fjölskyldum sínum víðar um borgina. Ekki bara í miðbæ og vesturbæ - þó ég hafi sérstaka hagsmuni af því (bíllaus vesturbæingur) Hluti af Öskjuhlíð kæmi vel til greina, reitur við ægissíðu, reitur í Laugardal osfrv. Þetta mundi auka mjög ánægju fjölskyldna sem halda hunda, sem einsog staðan er í dag, borga skráningar- og ársgjöld af hundahaldi en þurfa að brjóta reglur um hundahald, því hundar þurfa að fá að hlaupa frjálsir. Dýrahald í borgum er staðreynd, það þarf að sinna þessum málaflokki.
Já, og svo má líka spyrja afhverju börn séu hrædd við hunda? Er það ekki vegna þess að þeir sjást ekki, börnin venjast þeim ekki sem skyldi? Erum við ekki komin heldur langt frá uppruna okkar ef svo er? Ef hundar væru dagleg sjón fyrir þessi hræddu börn þá myndu þau læra að umgangast þá, og hundarnir myndu venjast börnunum.
Og spurning hvort manneskja sem er hrædd við hunda, eða treystir þeim ekki með börnum sínum sleppi því ekki bara að fara á afgirta leiksvæðið við Seljaveg/Hljómskálagarð/Vatnsmýri þar sem hundafjölskyldur leika sér saman án þess að þurfa að fara í bíl í úthverfi.
Mér finnst það frábær hugmynd því það vantar skemmtilegt fjölskyldusvæði í miðbæinn. Og börn og dýr ættu endilega að fá að leika sér saman!
Mín spurning hlýtur þá að vera: Af hverju i ósköpunum viltu endilega fara með hundana niður í bæ ef þið þurfið hvort eða er að dúsa á afgirtu svæði?
Anna mín, við sem búum í MIÐBÆNUM eigum líka hunda og vijum einmitt ekki DÚSA á afgirtu svæði heldur NJÓTA þess að geta gengið með hundana okkar í skemmtilegan hunda og fjölskyldugarð( þar sem þeir geta hlaupið um ólar lausir) og átt ánægulegar stundir með allri fjölskyldunni þ.a.m hundunum.
Takk fyrir stuðninginn við þessa hugmynd og málefnaleg innlegg :)
Það eru komnar allavega 7 hugmyndir núna varðandi hundagerði í borginni að þessari meðtalinni. Ég hvet hundaáhugafólk að styðja allar þessar hugmyndir svo við fáum hundagerði sem víðast í borginni. Hugmyndirnar heita: Búa til útigerði fyrir hunda í Reykjavík, Afgirtur hundagarður í Laugardalinn takk fyrir, Hundaleiksvæði í nágrenni við miðbæinn, Hundagerði í vesturbæinn og víðar í borginni, Hundagerði á Klamratún, Betri aðstöðu fyrir hundana á Geirsnefi og fleiri staði.
Eftir þrýsting frá hundaeigendum í miðbænum, eru komin nokkur hundagerði i miðbænum og er það vel. Ég hef farið nokkrum sinnum en Því miður er það nú svo að ekki er hægt að fara inn fyrir með hundinn sinn, því þeir hundaeigendur sem þrífa venjulega ekki upp eftir hundinn sinn hafa merkt sér gerðin. Því miður.
Hundahald er afskaplega vanmetið af Íslendingum, en sannað hefur verið að hundar geta læknað fólk af þunglyndi og aukið vellíðan fólks verulega. Það er ekki af ástæðulausu að hundar eru notaðir við aðhlynningu á sjúkrastofnunum, elliheimilum og vistheimilum fyrir fólk sem þjáist af fötlun eða slíku. Til að geta sinnt þörfum hunda sinna neyðast flestir borgarbúar til að eiga bíl því að ekki er hægt að sleppa þeim lausum í göngufæri við heimili þeirra og þeir eru ekki leyfðir í almenningssamgöngur
Það er einn staður í Reykjavík þar sem fólk getur verið temmilega frjálst frá þessum skjannahvíta fjölskyldupakka og það er í miðbænum. Miðbærinn er fullur af vínveitingastöðum og er eini vitræni kosturinn fyrir samgöngur seint að kvöldi eða nóttu til. Í stað þess að breyta miðbænum í enn eitt fjölskylduvæna úthverfið sem þegar er nóg af, hvernig væri að láta hann í friði og hafa frekar fjölskyldusvæðin þar sem fjölskyldurnar vilja búa til að byrja með?
Það vantar tilfinnanlega fleiri útivstarsvæði þar sem hundaeigendur geta lofað hundunum sínum að hlaupa frjálsir án þess að brjóta reglur. Hundaeigendum miðsvæðis sem kjósa bíllausan lífsstíl eru öll sund lokuð. Það ættu að vera afmörkuð svæði, td í Öskjuhlíð, við Ægissíðu, í Hljómskálagarðinum, úti á Grandagarði etc, þar sem hundar mættu spretta úr spori og hittast. Hundahald leyfilegt í borginni og hundaeigendur borga skráningar- og ársgjöld til að fá að halda hunda.
Ótal dæmi hafa sannað það að sumar hundategundir er erfitt að temja og eru afleiðingarnar oft hörmulegar eins og sjá má hér áþessari slóð: http://mbl.is/frettir/innlent/2012/01/02/hundur_beit_sex_ara_stulku/" . Að fara að safna saman hundum og fólki í miðbænum er út í hött (og þetta er ekki spurning um að börnin venjist hundum"). Ég hef búið í hundalandinu Danmörku í mörg ár og veit alveg hvað ég er að tala um. Tölfræðin talar sínu máli hvað svosem hundaeigendum finnst um elskurnar sínar.
Þetta er ekki spurning um að safna saman hundum í miðbæinn, einfaldlega að bjóða upp á aðstöðu fyrir þá hunda og hundaeigendur sem búa í miðbænum nú þegar. Það þurfa að vera hundagerði í öllum hverfum borgarinnar svo fólk þurfi ekki nauðsynlega að fara út fyrir sitt hverfi til að sinna þörfum hundsins. Fréttin sem Anna vísar í er auðvitað hræðileg, en gerðist í heimahúsi og hefur ekkert með hundagerði að gera. Það er ekki hægt að láta hunda hverfa með því að sleppa þjónustu við hundaeigeigendur.
hundar eiga ekki heima í borg. á meðan ekki eru til skýrar reglur um að eigendur sjái sómasamlega um þá, geta þeir verið hættulegir, margir eru hræddir við stóra hunda, þeir eiga það til að sleppa lausir á svæðum sem ekki eru til þess gerð. fólk á ekki að þurfa að óttast um lítil börn sín nálægt ókunnugum hundum. svo lengi sem þessi mál eru í ólestri er engin ástæða til að auka aðgengi hunda í Reykjavíkurborg. að eiga hund er lúxus og því fylgir mikil ábyrgð sem því miður alls ekki allir valda.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation