Setja alvöru veggi í kringum Hljómskálagarðurinn þeim megin sem snýr að umferð og vindáttum. Það mætti sjá fyrir sér einhvers konar tengingu við gömlu borgina og staðsetja eitt gamalt hús/ (sem þarf að flytja hvort sem er) til að bjóða upp á veitingar og uppákomur. Dýrmætt grænt svæði í höfuðborginni sem mætti gera aðeins meira aðlaðandi fyrir íbúa með að gera hann skjólsælli. Í framhaldi mætti skoða frekari uppbyggingu ef vel tekst til, sbr. Klambratún.
Hljómskálagarðurinn er fallegt grænt svæði og væri meira notað ef það væri ekki fyrir óhagstæðum vindáttum og hávaðamengun frá umferð. Með því að setja upp vel hannaðan vegg úr t.d. íslensku grjóti og tré þá væri mun líklegra að fleiri myndu nýta þennan frábæra útivistarblett í Reykjavik sem á það til að vera vindasamt og þar af leiðandi kalt þó sólin sé hátt á lofti. Klambratún er fín samanburður þar sem skjól frá umferð og vindum er betra og íbúar nýta hann vel.
Algjör synd að Hljómskálagarðurinn nýtist ekki betur en raun ber vitni, það þarf að laga.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation