Geirsnefið er eitt moldar og drullusvað. Það er illaupplýst svo vont er að vera þar að kvöldi til. Það mætti gjarnan bekki víðar þar. Þetta er jú útivistasvæði fyrir fólk sem borgar sérstök gjöld til ykkar svo þið ættuð aðeins að sinna þessu fólki betur en þið gerið.
Hundaeigendur verða að fá að hafa svæði úr alfaraleið því sumt fólk er hrætt við að mæta besta vini mannsins lausum á fönum vegi. Geirsnefið er hinsvegar orðið svo óvistlegt að margir hundaeigendur veigra sér orðið við að fara þangað. Það er allra hagur að þetta svæði sé lokkandi fyrir eigendur hunda.
Hvernig væri að hafa þetta sem samfélagsþjónusta. Þar sem settir verða upp sorpdallar sem verða tæmdi 3-5 daga fresti. Spuring um að vökva flötina á miðvikudögum milli 02:00 til 02:30 bara til að þinna upp hland frá hundunum. Veit nú samt ekki mikið um garðyrkju fræði en á svona hunda svæðum hvort það væri ekki best að vera með grófasteina mold ofaná og gras upp á toppnum þannig á vatn og úrgangur greiða leið niður. Og hægt er að vera með smá frá rensli niður í sjó.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation