Koma upp busl-læk t.d. í Laugardalnum eða á Klambratúni. Þyrfti ekki að vera langur eða taka yfir stórt svæði og væri tilvalið að nýta heitt frárennslis vant til að busl-lækurinn gæti verið volgur sem myndi auka notkun og gera lækinn og svæðið í kring eftirsóttarverðari. Dæmi um vel lukkaðan busl-læk, sem hægt væri að nota sem fyrirmynd er Princess Diana Memorial Fountain í Hyde Park London, sem hægt er að skoða á þessari slóð: https://plus.google.com/108343699855891541690/about
Var búsett í London og sá hvað þessi litli lækur í Hyde Park vakti mikla lukku, hjá börnum á öllum aldri. Svæðið í kring var nýtt mikið af fjölskyldum til að fara í Picknick og börnin gátu þá leikið sér í læknum í leiðinni. Ég tel í ljósi þess hvað busl-laugin í Nauthólsvík er vinsæl, að svona busl-lækur myndi hafa mikið aðdráttarafl á góðuviðrisdögum og myndi bjóða upp á skemmtilega viðbót við hvernig hægt er að nýta græn svæði í borginni.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation