Dýpkun Bryggjuhverfishafnar
Samkvæmt samningi Björgunar og Reykjavíkurborgar er Björgun skylt að fjarlægja á sinn kostnað fínefni sem borist hefur frá dælingu á sandi og möl úr Faxaflóa. Gera má ráð fyrir að í Grafarvog hafi safnast samtals nokkur hundruð þúsund tonn af sandi. Það er því undarlegt ef Reykjavíkurborg gerir ekki einu sinni kröfu um að Björgun viðhaldi lágmarksdýpi í höfninn og í innsiglingarrennunni. Að öðrum kosti verður að gera ráð fyrir fjárveitingu á fjárhagsáætlun 2013 til dýpkunarframvæmda.
Dýpka strax!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation