Tölvu- og netkennsla fyrir eldri borgara
Þá má benda á að bæta þarf aðgengi að mörgum upplýsingasíðum hins opinbera - þeas viðmót og uppsetningu, valmöguleika um hvernig maður kýs að fá upplýsingar (td upplestur, breyting á letri og litum, kennslumyndbönd fyrir viðkomandi síður o.s.frv). Svo virðist sem það eina sem snúi að öldruðum á netinu séu upplýsingar um ellilífeyri og öldrunarstofnanir, það er lítið sem ekkert félagslegs eðlis og þá sérstaklega ef litið er til ,,yngri" eldri borgara sem hafa mögulega aðrar félagslegar þarfir en ,,eldri" eldri borgarar.
Nánast allar rannsóknir er varða eldri borgara benda á félagslega einangrun sem viðvarandi vandamál. Margir eldri borgarar sem ekki kunna vel á tölvur/netið gætu eflt sína félagslegu tilveru með því að nota netið - verið í betri tengslum við ættmenni sín og félaga, fengið betri aðgang að upplýsingum um hvaðeina, og td þeir sem ekki eiga heimangengt gætu teflt/spilað við aðra á netinu - borgin stóð fyrir stuttu átaki í þessum málum fyrir um ári síðan, en það þarf miklu víðtækara og stöðugra átak.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation