Hvernig væri að hafa strandblak velli í Leirdalnum hér í Grafarholti, þarna er td. mun veðursælla heldur en niðri við Gufunesbæinn, þar sem skásta strandblaksvæðið er í Reykjavík.
Strandblak er ört stækkandi íþrótt á Íslandi og við höfum verið að standa okkur vel á alþjóðlegum mótum, einna besta aðstaðan á höfðuborgarsvæðinu er í Fagralundi í Kópavogi og ég held að að aðstaða hér uppi í Leirdal myndi hjálpa til við að fjölga iðkendum hér í höfðuborginni, einnig myndi ég mæla með því að hafa samband við þau hjá Blaksambandi íslands til að gera völlinn sem bestan. http://www.bli.is/strandblak
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation