Fríbúð/ir í borginni

Fríbúð/ir í borginni

Mín hugmynd snýr að velferðarmálum og umhverfismálum sem hvoru tveggja eru brín málefni samtímans. Borgin útvegi húsnæði sem getur rúmað fríbúð/ir og greiði fyrir eftirlit með því. Húsnæðið yrði rými þar sem fólk getur farið með nýtilega hluti sem það þarf ekki á að halda og aðrir geti sótt sér það sem þá vanhagar um.

Points

Margir, bæði þeir sem hafa lítið milli handanna og þeir sem vilja síður henda nothæfum hlutum sem þeir ætla að losa sig við, myndu nota svona fríbúðir mikið. Þetta dregur úr sárum skorti og stuðlar að velferð. Auk þess að betri og meiri nýting er það sem við þurfum svo sárlega á að halda. Ég hef séð þetta í framkvæmd í Kaupmannahöfn og hef heyrt af slíku víðar. Þetta kostar ekki mikið. Opið hús og starfsmaður sem kíkið við öðru hvoru er nóg.

Það væri gaman að fá umræðu um þetta mál sem ég lít á sem mjög mikilvægt. Ég er sjálf skráð á facebooksíðu sem heitir "Gefins, allt gefins!" og þar er fólk sem óskar meira að segja eftir einhverjum sem er að endurnýja kústinn sinn og vill gefa sinn gamla. Marga vantar hluti sem flestir telja sjálfsagða. Að auki eru líka mjög margir sem hafa ríka vitund fyrir náttúruvernd og vilja einfaldlega nýta betur og það er sannarlega þörf á því í þessu samfélagi ofrausnar fyrir suma. Ég held að svona fríbúðir þurfi ekki að kosta mikið. Húsnæði, helst upphitað til að hlutir skemmist ekki, t.d. í frostum. Gæti bara verið einhver skemma og svo líklega nauðsynlegt að einhver hafi þann starfa að fylgjast með því það getur svosem verið eitt og annað sem þarf að skoða. Það þarf engan starfsmann til að vera þar stöðugt. Bara OPIÐ HÚS og fólk getur komið með það sem því hentar og tekið það sem því hentar.

Það væri gaman að fá umræðu um þetta mál sem ég lít á sem mjög mikilvægt. Ég er sjálf skráð á facebooksíðu sem heitir "Gefins, allt gefins!" og þar er fólk sem óskar meira að segja eftir einhverjum sem er að endurnýja kústinn sinn og vill gefa sinn gamla. Marga vantar hluti sem flestir telja sjálfsagða. Að auki eru líka mjög margir sem hafa ríka vitund fyrir náttúruvernd og vilja einfaldlega nýta betur og það er sannarlega þörf á því í þessu samfélagi ofrausnar fyrir suma. Ég held að svona fríbúðir þurfi ekki að kosta mikið. Húsnæði, helst upphitað til að hlutir skemmist ekki, t.d. í frostum. Gæti bara verið einhver skemma og svo líklega nauðsynlegt að einhver hafi þann starfa að fylgjast með því það getur svosem verið eitt og annað sem þarf að skoða. Það þarf engan starfsmann til að vera þar stöðugt. Bara OPIÐ HÚS og fólk getur komið með það sem því hentar og tekið það sem því hentar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information