Að lýsa upp Laugardalinn betur á kvöldin og betra eftirlit með garðinum uppá öryggi almennings á kvöldin og næturnar.
Þegar ég val lítil fannst mér ekkert skemmtilegra en að fara að leika mér í Laugardalnum og rölta þar á kvöldin þegar ég varð eldri, en eftir að það var ráðist á konu þar nýlega, hefur móðir mín bannað mér að fara þangað eftir myrkur og ég er 23 ára gömul. Þess vegna vil ég koma með þá hugmynd að auka öryggi með upplýsingu og eftirliti svo fólk geti gengið þar um í algjöru öryggi enn á ný, og að börnin okkar geti leikið sér þar í öryggi.
Tek undir þetta. Laugardalurinn er frábært útivistarsvæði en ég forðast hann samt sem áður eftir myrkur. Er viss um að bætt lýsing myndi breyta miklu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation