Skilgreint verði hlutverk ábyrgðarmanns upplýsingagagnsæis hjá Reykjavíkurborg sem ber ábyrgð á því að öll gögn sem vísað er í, t.d. í fundargerðum, séu gerð auðsýnileg og aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar við allra fyrsta tækifæri.
Gagnsæi er mikilvæg forsenda þess að almenningur geti veitt stjórnvöldum aðhald. Með embætti ábyrgðarmanns upplýsingagagnsæis er skýrt skilgreint hlutverk sem sér um að þessi mál séu í lagi og almenningur getur leitað til með ábendingar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation