Að fegra og auka nýtingu iðnaðarhússins að Tindaseli 3 í hjarta Seljahverfis.

Að fegra og auka nýtingu iðnaðarhússins að Tindaseli 3 í hjarta Seljahverfis.

Í Seljahverfi búa yfir 8 þús manns og tími kominn til að sinna þessu hverfi betur. Hugmyndin er að húsið verði nýtt sem aðstaða fyrir íbúa þessa stóra hverfis til að koma saman við ýmis tækifæri. Það má nota fyrir hverfafundi, foreldrafundi, fræðslufundi og kaffihús. Bæta þarf aðstöðu skátafélagsins Seguls sem er í kjallaranum, setja má upp vinnustofur, aðstöðu fyrir námsmenn, nýsköpunarmiðstöð og aðra uppbyggilega starfsemi eða þjónustu, td. námsk. í nágrannavöktun eða önnur samfélagsverkefni.

Points

Húsið er illa farið og hefur ekki verið haldið við. Mikil sjónmengun í miðju íbúðarhverfi sökum skorts á steypuviðgerðum, málningu og almennu eftirliti af ábyrgum aðila. Húsið er undirlagt veggjakroti. Ef enginn ber ábyrgð á því drabbast það niður og rýrir fasteignarverð nærliggjandi íbúða og lífsgæði íbúa. Eins væri það mikill kostur fyrir skátafélagið að fá að vera í mannsæmandi aðstöðu. Íbúa í Seljahverfi vantar samkomustað í göngufæri, sem myndi bæta samstöðu og auka samskipti.

Skátafélagið Segull er frábært félag sem vinnur mikilvæga vinnu í þágu krakka í hverfinu - klárlega eiga þau betra skilið en þessa kjallara holu sem þau er í - um að gera að bæta og fegra - gerir alla káta

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information