Tifandi tímasprengja; Planið/ökuleiðin við Austurver, Austurborg, Grensáskirkju

Tifandi tímasprengja; Planið/ökuleiðin við Austurver, Austurborg, Grensáskirkju

Bílaplanið/ökuleiðin er eins og í hvergimannslandi þar sem frekasti ökumaðurinn ræður og eins gott fyrir þá gangandi að vara sig. Þetta svæði er til skammar og brýn þörf á skýrum merkingum um akstursbraut að Austurborg og bílastæði fyrir Austurver og Grensáskirkju. Merkjum akstursleiðina að Austurborg og aðgreinum bílastæði og svæði fyrir gangandi vegfarendur. Ennfremur þarf nauðsynlega að bæta lýsingu þarna þar sem gangandi umferð á þessu svæði er mikil, í og úr skóla, leikskóla og verslunum.

Points

Grundvöllur öryggis í gangandi og akandi umferð er að vita hvar á að keyra og hvar á að ganga. Svo að hægt sé að leggja "rétt" þarf viðkomandi að vita hvar bílastæðið er og hvernig það er skipulagt. Á svæðinu/planinu á milli verslunarsamstæðunnar Austurvers austan megin og Grensáskirkju norðan megin er ekkert af þessu skýrt. Því þarf að breyta til að tryggja öryggi fólks sem fer um svæðið, gangandi, hjólandi eða akandi.

Mikið hættusvæði fyrir börnin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information