Banna almenna umferð bíla um Hagatorg á milli Melaskóla og Hagaskóla.

Banna almenna umferð bíla um Hagatorg á milli Melaskóla og Hagaskóla.

Hringtorg á miðju Hagatorgi þjónar ekki þeim tilgangi sem til var ætlast af þeim sem skipulögðu þetta svæði í gamla daga. Hringtorgið situr þarna nokkuð mannlaust og óaðgengilegt vegna umferðar sem fer hringinn í kringum græna blettinn þarna. Betra væri að nýta þetta rými fyrir fólk í frístundum sínum og tengja Hagatorg saman við skólalóð Hagaskóla og melaskóla auk þess við svæðis sem stendur í kringum neskirkju og leikskólann Hagaborg. Þetta yrði að einum skipulagsreit og umferð bíla minnkuð.

Points

Þessi umræðu má taka samhliða öðrum breytingum inná lóðum sjá: https://betri-hverfi-vesturbaer-2014.betrireykjavik.is/ideas/2606-endurbaetur-a-melaskolalod

Með því að skipuleggja þennan reit betur, mætti draga fram auka notkun á reitnum sem miðar að auknum lífsgæðum í staðin fyrir að helga hagatorgið undir umferðarmannvirki.

Umferð bíla myndi minnka þar já, en þá hlýtur hún að færast inn í nærliggjandi götur. Ég bý við Furumel og finnst nóg um umferðaraukningu þar síðan Hofvallagötu var breytt og tel að hún myndi aukast enn meira ef ráðist yrði í þessar framkvæmdir.

Þetta risatorg er meira en óþarfi! Ef torgið væri tekið og svæðið hellulagt væri hægt að auðga menningu þarna: Hótel Saga þarf að bæta samkeppnisstöðu sína við hótel miðborgarinnar; hægt væri að tengja miðbæinn og háskólasvæðið enn betur við vesturbæinn með áframhaldandi uppbyggingu milli vatnsmýrar og birkimels, ekki síst með komandi húsi íslenskra fræða á svæðinu; kaffihús og verslanir gætu blómstrað og torgið orðið eins og flott erlend almenningstorg.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information