Gatan verði þrengd með breiðari gangstéttum, eyrum og hjólabraut. Hægt væri að setja eyru með blómakerjum út á götuna til að brjóta upp þessa beinu línu sem Bergstaðastrætið er, það býður upp á hraðakstur, Gangbraut verði sett, þannig að örugg leið sé fyrir skólabörn yfir götuna.
Hraðakstur er áberandi í Bergstaðastrætinu og gatan er ekki væn gangandi vegfarendum og hjólafólki. Bergstaðastrætið er falleg gata með mikið af uppgerðum gömlum húsum og er kjörið að breikka gangstéttina að götunni austanverðri og setja hlykki á götuna til að gera hana öruggari og skemmtilegri. Hjólabraut er kjörin þar sem mikið er hjólað um B. Hvergi er örugg leið fyrir skólabörn að komast yfir götuna en leið fjölmargra barna í Þingholtunum liggur einmitt yfir B. til Austurbæjarskóla.
Gleði að ganga Bergstaðastrætið!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation