Slá grasið.

Slá grasið.

Ég ætla að leggja það til að gras á umferðareyjum, við gangstéttir og á útivistarsvæðum verði slegin a.m.k. á tveggja vikna fresti. Hverfið mitt leit mjög illa út s.l. sumar sökum vanhirðu á þessum svæðum þar sem illgresið var farið að taka yfirhöndina. Þannig verður borgin okkar ekki falleg.

Points

Það er með öllu óásættanlegt að borgin sé látin drabbast niður í nafni sparnaðar þegar verið er að breyta götum með fuglahúsum eða mislitum gangstéttum. Við eigum heimtingu á því að grænu svæðin í borginni líti vel út í stað þess að skreyta malbik og gangstéttarhellur. Græn borg, fögur torg var eitt sinn slagorð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information