Betri samgöngur í strætó frá Grafarvogi til Mosfellsbæjar.
Af hverju þarf að taka strætó frá Grafarvogi og alla leið upp í Ártún og svo þaðan upp eftir í Mosfellsbæ? Þetta er mjög óhentugt fyrir fólk sem er í vinnu eða í skóla í Mosfellsbæ. Nú eru 250 nemendur í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ og töluvert hátt hlutfall af þeim nemendum búa í Grafarvogi. Ég persónulega er í skólanum og ég myndi frekar taka strætó ef ég þyrfti ekki að fara í tvo vagna og fara í öfuga átt í stað þess að einfalda þetta og fara nýja korpúlfsstaðaveginn og taka einn vagn.
Ég er virk í tómstunda starfi, að taka fyst vagn í Ártún og svo þaðan í Mosó er ósættanlegt þar sem þú ferð fyst í vitlausa átt. Einnig tekur klukkutíma að fara þessa leið að kvöldi til. Fólk eins og ég sem hef ekki tíma í það og ekki bílpróf þarf að hafa einkabílstjóra.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation