Vísindaver
Í fyrra voru Rafheimar lagðir niður en þangað fóru hundruðir grunnskólabarna á ári hverju til að fræðast um m.a. eðlisfræði og undur náttúrunnar. Hér vantar heildstætt safn um náttúruna, himintunglin, vísindin og fleira. Safnið ætti að vera fjölbreytt og sameina hin fjölmörgu svið vísindanna. Til lengri tíma litið væri hægt að skoða kosti þess að sameina náttúruminjasafnið (sem er rekið af ríkinu) við "Vísindaverið". Á safninu á að vera hægt að prófa ýmislegt, gera verkefni og horfa á myndbönd.
Tölvuleikir, sjónvarpsefni og aðrir áhugaverðir hlutir gera það að verkum að erfiðara reynist að fá börn til þess að lesa og læra heima. Skapandi menntunaraðferðir eru frábær fjárfesting og svo sannarlega samfélagsleg verðmæti. Þetta er því frábær hugmynd.
Ég vil líka benda á hugmynd sem ég sendi inn um "Tæknismiðju fyrir almenning". Mér sýnist báðar tillögurnar hníga í sömu átt.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation