Nýtt skátaheimili í Breiðholtið

Nýtt skátaheimili í Breiðholtið

Nýtt skátaheimili í Breiðholtið

Points

Það er kominn tími til að Skátafélagið Segull fái framtíðarlausn í húsnæðismálum í hverfinu. Það er réttast að skátafélögin í hverfinu fái viðunandi aðstöðu ÁÐUR en farið verður í lúxus framkvæmdir fyrir fótboltann með því að reisa knattspyrnuhöll í hverfinu. Nýtt skátaheimili er aðeins dropi í hafi miðað við byggingu á nýrri knattspyrnuhöll í kostnaði. Gefum börnum, unglingum, og fullorðum tækifæri til þess að stunda skátastarf í viðunandi húsnæði í skemmtilegu umhverfi í kring.

Skátar í skátafélaginu Segli hafa rekið skátastarf fyrir börn og unglinga frá árinu 1981 og við ömulegar aðstæður. JÁ það er kominn tími til að Börn og unglingar í Breiðholti njóti öryggi í starfi og komist í hentugt húsnæði. Það er skelfilegur aðstöðu munur á milli Reykjavíkur og nágrana félaganna. Hvet stjórendur Borgarinna til að skoða aðstöðu skátafélaganna á Höfuðborgar svæðinu.

Allir sem hafa séð aðstöðu skátanna í Breiðholti ættu að átta sig á því að hún er með allra lélegasta móti. Í kjallara iðnaðarhúsnæðis sem hentar starfseminni mjög illa og uppfyllir ekki kröfur Reykjavíkurborgar um starfsleyfi. Svæðið í kring hentar illa til kennslu í útivist og öðrum skátafræðum og því nauðsynlegt að finna nýja og hentugri staðsetningu fyrir skátanna og þeirra starfsemi í stærsta hverfi Reykjavíkur.

Eflum æskulýðsstarf!

Skátastarf er mikilvægur partur af æskulýðsstarfi Reykjavíkur, uppeldishreifing sem byggir á góðum gildum, leiðtogaþjálfun og sjálfstæðri hugsun. Skátastarf henntar öllum og oft sem að krakkar sem eru ekki fyrir íþróttir eða keppnir finna sig í skátastarfi. Til að hafa gott starf þarf góða aðstöðu, bæði inni og úti. Aldrei myndi fótboltafélag sætta sig við að vera ekki með völl til að æfa sig á, er það nokkuð?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information