Handknattleiksdeild og körfuknattleiksdeild Fjölnis þarf nauðsynlega að fá nýja aðstöðu til íþróttaiðkunnar. Tvær deildir með fjóra meistaraflokka deila með sér einum velli (Dalhús). Börn og ungmenni í Grafarvogi fá því ekki aðeins færri æfingatíma en önnur börn í Reykjaík, þrátt fyrir að búið sé að sameina alla mögulega flokka, heldur þurfa þau einnig að sækja æfingatíma í önnur sveitarfélög (t.d. Kópavog) og æfa til allt að 23:30 á kvöldin. Þetta er ótækt ástand í stærsta hverfi borgarinnar!
Börn og ungmenni Grafarvogs eiga að sitja við sama borð og önnur börn borgarinnar hvað varðar aðstöðu til íþróttaiðkunnar Grafarvogur er stærsta og fjölmennsta hverfi borgarinnar Fjölnir er með hæst hlutfall iðkenda af íþróttafélögum borgarinnar
Iðkendafjöldi íþróttafélaga í Reykjavík er langmestur hjá Fjölni og sérstaða félagsins felst meðal annars í því að í félaginu eru mjög margar deildir. Aðstöðuleysi hrjáir flestar deildir Fjölnis. Fjölnir er fyrirmyndarfélag sem vinnur gríðarlega mikið og gott starf fyrir mjög marga.
Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7085
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation