Góður útikörfuboltavöllur frá Sport-Court með 6 körfum við hliðina á brettagarðinum gegnt Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, við hliðina á bílastæðinu við Þróttaraheimilið.
Frábær hugmynd! Þá þurfa krakkarini ekki að leita út fyrir hverfið.
karfa er skemmtileg :d
Það hefur ekki verið eins mikil áhersla lögð á körfuna líkt og fótbolta og aðrar íþróttir. Með auknum gæðum og fjölda á útikörfum búum við til betri íþróttamenn!
Það eru ekki margir góðir (úti) körfuboltavellir miðsvæðis í Reykjavík. Körfuboltavellir á þessu svæði gætu hjálpað til við uppbyggingu á íþróttinni í hverfinu, sem og aukið fjölbreytni þegar kemur að afþreyingu á svæðinu.
Sem unglingur spilaði ég mikið körfubolta og oft á völlum í íbúðahverfum eða skólalóðum. Seint á kvöldin fékk maður gjarnan að heyra það og var rekinn í burtu. Þá var Laugardalurinn betri en enginn þó aðstaðan hafi ekki verið sérstök. Þar gat maður alla vega leikið án þess að trufla íbúa. Það væri flott viðbót við skemmtilega flóru Laugardalsins að hafa aðstöðu fyrir eina vinsælustu útiíþrótt landsmanna í Laugardalnum. Styð þessa tillögu alla leið :-)
Styð þessa tillögu 100% :)
Ég styð þetta framtak heilshugar - full þörf á og frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa að spila körfuknattleik.
Frábær hugmynd. Sárvantar góðan völl í dalinn enda mikill meðbyr með móður allra íþrótta hjá krökkunum í hverfinu. Beint í þetta - annað er rugl.
Góð tillaga styð hana
Alveg sammála um að það sé vöntun á körfuboltavöllum. Áríðandi að hafa nóg af góðum körfum í laugardalnum vegna vaxandi áhuga á íþróttinni. Áfram Ármann ;0)
Körfuboltinn er útundan í hverfinu eins og er. Æfingar fara fram í Íþróttahúsi KHÍ og þar er nú eitt og annað sem betur mætti fara þar sem húsið er orðið býsna gamalt og lúið. Auk þess að það er lokað yfir sumartímann og engin æfingaaðstaða því fyrir körfuboltaiðkendur. Með því að bæta við útikörfum í Laugardalnum lagast aðstaðan til að æfa yfir sumarið líka og verður vonandi til þess að fjölga iðkendum í þessari skemmtilegu grein.
Sárlega vantar góðar útikörfur á þessu svæði !
það vantar rosalega nýjar körfur hérna í nágreninu. Ég og vinur minn þurfum alltaf að fara einhvert lengst í burtu og langt út úr hverfinu til þess að finna góða velli og körfur sem eru með góðu neti sem er ekki búið að rífa niður. Við fundum loksins svona sport court völl og þeir eru rosalega góðir. Ég sjálfur er rosalega mikið í körfubolta en finn ekki góðar körfur hér í nágreninu.
Tímabært að setja niður góðan körfuboltavöll í Laugardalinn!
Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7062
Það er of mikil hreyfing á Islandi þarf ekki að stuðla að meira heilbrigði. Fólk ætti frekar að njóta þess að borða popp og horfa á sjónvapið. Borða helling af nammi og hreyfa sig sem minnst.
Sem unglingur spilaði ég mikið körfubolta og oft á völlum í íbúðahverfum eða skólalóðum. Seint á kvöldin fékk maður gjarnan að heyra það og var rekinn í burtu. Þá var Laugardalurinn betri en enginn þó aðstaðan hafi ekki verið sérstök. Þar gat maður alla vega leikið án þess að trufla íbúa. Það væri flott viðbót við skemmtilega flóru Laugardalsins að hafa aðstöðu fyrir eina vinsælustu útiíþrótt landsmanna í Laugardalnum. Styð þessa tillögu alla leið :-)
Ég hef búið í hverfinu í nokkur ár og þetta er það sem sárlega vantar. Það er ekki nógu gott að þurfa ferðast sérlega langt til að komast í körfubolta. Þetta yrði frábær viðbót við Laugardalinn.
Laugardalurinn er að springa úr körfuboltagleði og Ármann heldur uppi öflugu barnastarfi í körfunni. Hverfið sárvantar góða aðstöðu - bæði úti og inni - og útivöllur væri klárlega góð byrjun.
Það eru engar körfur né vellir í Laugardalnum lengur og mikill söknuður af þeim sem voru til taks. Þar voru einu sinni 8 körfur á bílastæði við Þróttaraheimilið en þær hurfu þegar það var lagfært fyrir rúmum tveim árum. Laugardalur er miðstöð útiveru og íþrótta og því mikil vöntun á alvöru velli. Mæli með Sport-Court völlum sem hafa undirlag og alvöru endingargóðar körfur. Svona vellir eru t.d í Garðabæ við Ásgarð, Smáraskóla í Kópavogi og í Hfj. og Reykjanesbæ. Umboðsaðili er hérlendis.
Það eru mjög fáir almennilegir körfuboltavellir á miðsvæði Reykjavíkur. Það eru 6 körfur á Mikla/Klambratúni en þar er happ og glapp með undirlag og svo eru körfurnar alveg skelfilegar miðað við nútíma útivelli eins og Sport-Court.
Þetta er eitthvað sem vantar tilfinnanlega í Laugardalinn þar sem er mikill áhugi fyrir körfubolta en engin almennilega æfingaraðstaða.
Það vantar algjörlega góða körfuboltavelli á höfuðborgarsvæðinun (líkt og flottu sparkvellirnir sem eru út um allt) og þessi staðsetning er kjörinn í þetta. Alveg kjörið til að halda áfram uppbyggingu körfuboltans eftir gott gengi landsliðsins!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation