Innflytjendamiðstöð í Fellagörðum

Innflytjendamiðstöð í Fellagörðum

Með opnun landamæra að Íslandi fluttu hingað til lands fjöldi erlendra ríkisborgara. Margir þeirra standa höllum fæti eftir efnahugshrunið. Vegna lágs íbúðarverðs hafa margir þeirra sest að í Breiðholti og fögnum við Breiðhyltingar því. Hérna hefur skapast margslungið fjölmenningarsamfélag sem er líflegt. Aftur á móti þarf að efla félagsauð í hverfinu með markvissum hætti. Því legg ég til að stofnuð verði innflytjendamiðstöð sem efli samhyggð meðal Breiðhyltinga.

Points

Staðsetning: Fellagarðar sem núna eru í niðurníðslu. Ráða þarf verkefnastjóra sem myndi leiða starfið og hann svo sækja styrki í ýmsa sjóði. Hann myndi svo ráða til sín starfsmenn í gegnum atvinnuátaksverkefnin Liðstyrkur og Atvinnutorg. Þar mundi hann ráða starfsmenn frá ólíkum löndum og halda svo fræðslu og dagskrá fyrir alla. Svo sem námskeið í : íslenskukennslu, atvinnuleit ásamt því að innflytjendurnir myndu halda námskeið í fjölbreyttri matargerð, þjóðlegum dansi og svo mætti lengi telja.

Það er hægt að sækja styrki í sjóði: Evrópu unga fólksins, forvarnasjóð, Lýðheilsustöðvar. Með því að skapa atvinnu í gegnum þessi atvinnuátaksverkefni þá er kostnaðurinn minni.

Hrikalega flott hugmynd, ég styð hana heils hugar!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information