Lýsing á göngustíg niður við sjó í norðanverðum Grafarvogi

Lýsing á göngustíg niður við sjó í norðanverðum Grafarvogi

Lýsa þarf upp göngustíginn sem liggur frá styttugarðinum og meðfram sjónum norðan megin í Grafarvogi meðfram golfvellinum. Hann er mikið notaður en væri enn meira notaður ef hægt væri að sjá handa sinna skil þar á kvöldin. Ef maður hættir sér í göngutúr þarna á kvöldin er engin leið að sjá misfellur sem hægt er að detta um eða illa innrætt fólk sem gæti setið um mann þar!

Points

Ég er sammála því að það þarf að lýsa þennan stíg upp. Hins vegar þarf einnig að horfa til ljósmengunar og því myndi ég vilja sjá snjallstaura á þessari leið (og reyndar öllum öðrum ef út í það er farið). Ljósin kvikna eingöngu í kringum þá vegfarendur sem eiga leið um stíginn og haldast slökkt annarsstaðar. Dæmi um svona staura má sjá hér: http://vimeo.com/74326736

Þessi göngustígur er mikið notaður og er það bæði slysahætta og varðar öryggi fólks að hafa hann upplýstan. Þá væri hægt að nota hann lengur á kvöldin þegar skyggja tekur.

Í ystu hverfum Reykjavíkur er gott að geta gengið um án ljósmengunar til að njóta Norðurljósanna. Það eru allt of fáir staðir innan Reykjavíkur þar sem hægt er að ganga um án ljósmengunar. Þeir sem vilja ganga um seint á kvöldin á svæðinu um vetur ættu að hafa með sér höfuðljós. Þau eru ódýr, allt frá 500 krónum og duga vel og lengi. Ódýrara væri að kaupa höfuðljós handa öllum íbúum á svæðinu heldur en að lýsa upp göngustíginn.

Þegar gengið er um seint að kvöldi þá er það í flestum tilfellum vegna þess að við viljum njóta stundar og stað en ekki endilega til að flýta okkur milli staða. Í þessum tilfellum er björt ljós frekar til ama, fallegt tunglið speglast í sjónum, sjörnur lýsa og stöku sinnum fáum við að njóta norðurljósanna. Lýsing á göngustígnum tekur allt þetta burt þar sem augu okkar þurfa að venjast mun bjartari ljósum og sjáum því ekkert út frá stígnum. Höfðuljós gera mun meira gagn og eru ódýrari. Með vinsemd og virðingu, Gunnar Þór

Falleg gönguleið sem væri mun meira notuð á kvöldin ef hún væri upplýst!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information