Matjurtargarðar, miðsvæðis í Grundarhverfi.

Matjurtargarðar, miðsvæðis í Grundarhverfi.

Hugmyndin er sú að komið er fyrir matjurtargörðum á miðsvæði Grundarhverfis, á opna svæðinu norðan við "grillskýlið" í hverfinu. Íbúar Kjalarnes gætu leigt reit til þess að rækta mat. T.d. fjölskyldur, einstaklingar, krakkar, skólar og önnur samtök. Það þarf að plægja jarðveginn og koma upp aðstöðu með skúr og fleira. Hægt væri að athuga möguleikann á endurnýtingu á hænsnaskít frá búum hér á Kjalarnesi. Möguleikar til eftirlits og vöktunar eru betri á opnu almenningssvæði en í einkagörðum.

Points

Matjurtarækt getur haft margvísleg jákvæð áhrif á bæði einstaklinginn og samfélagið. Ekki hafa allir möguleika á því að rækta matjurtir í garðinum sínum og svo er þetta einnig vettvangur til þess að kynnast öðrum íbúum hverfisins, óháð aldri. Matjurtargarður getur bæði verið tímabundin og varanleg landnotkun. Ef að verkefnið heppnast vel er hægt að halda því áfram. Ef það heppnast aftur á móti illa er alltaf hægt að breyta landnotkuninni, rækta tré, byggja eða hvað annað sem heppilegt þykir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information